Landsbjörg notar vefkökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.
Nánar um vefkökunotkun
Innan unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur mikill fjöldi unglinga fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa.
Unglingadeildirnar starfa í tengslum við björgunarsveitir félagsins víða um land. Þar kynnast unglingarnir starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda. Þeir sækja gagnleg námskeið og fá tækifæri til að ferðast um landið og öðlast í leiðinni innsýn í hvernig ber að varast þær hættur sem íslensk náttúra býr yfir.