Slysavarnafélagið Landsbjörg - Slysavarnadeildir
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Slysavarnadeildir

Innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru starfandi um 33 slysavarnadeildir, en deildirnar eru margvíslegar og sinna ýmsum verkefnum. Starf deildanna hefur þróast í gegnum tíðina, en slysavarnahugsjónin sem leiddi til stofnunar Slysavarnafélags Ísland 1928 hefur þó alla tíð verið rauði þráðurinn í starfinu.

Sumar deildanna sinna nánast eingöngu fjáröflunum, bæði til þess að standa við bakið á björgunarsveitum í sinni heimabyggð eða til þess að fjármagna ýmsar gjafir til stofnana, félaga og samtaka í samfélaginu. Fjáraflanir eru margvíslegar og skemmtilegar. Aðrar deildir hafa að markmiði að sinna hinum ýmsu slysavarnaverkefnum. Í gegnum tíðina hafa áhersluverkefni í slysavörnum verið margvísleg. Á fyrstu árum félagsins voru slysavarnir á sjó aðaláhersluefnið, enda sjóskaðar tíðir. Mikill árangur hefur náðst í öryggi á sjó og áherslurnar því aðrar í dag. Fjölbreytt  verkefni eru unnin innan deildanna. Slysavarnir barna og aldraðra eru megin verkefni flestra deilda ásamt umferðaröryggi og notkun endurskinsmerkja auk fjölda annarra verkefna.

Slysavarnadeildin í Reykjavík, á Facebook Slysavarnadeildin Drangey, Sauðárkróki 
Slysavarnadeildin Varðan, Seltjarnarnesi Slysavarnadeildin Vörn, Siglufirði
Slysavarnadeildin Hraunprýði, Hafnarfirði Slysavarnadeildin á Akureyri
Slysavarnadeildin Dagbjörg, Reykjanesbæ, á Facebook Slysavarnadeildin Dalvík, á Facebook
Slysavarnadeildin Þórkatla, Grindavík, á Facebook Slysavarnadeildin Káraborg, Hvammstanga
Slysavarnadeildin Una, Garði Slysavarnadeild Þverárþings, Varmalandi
Slysavarnadeildin Líf, Akranesi Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði
Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir, Hellissandi Slysavarnadeildin Hringur, Mývatni
Slysavarnadeildin Sumargjöf, Ólafsvík Slysavarnadeild kvenna Húsavík
Slysavarnadeildin Snæbjörg, Grundarfirði Slysavarnadeildin Sjöfn, Vopnafirði
Slysavarnadeildin Unnur, Patreksfirði Slysavarnadeildin Rán, Seyðisfirði
Slysavarnadeild kvenna Bíldudal Slysavarnadeild kvenna Neskaupsstað
Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík Slysavarnadeildin Hafrún, Eskifirði
Slysavarnadeild Kópavogs Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson
Slysavarnadeildin Hjálp, Bolungarvík Slysavarnadeildin Ársól, Reyðarfirði
Slysavarnadeild Hnífsdals Slysavarnadeildin Hafdís, Fáskrúðsfirði
Slysavarnadeild kvenna Ísafirði Slysavarnadeildin Eykindill, Vestmannaeyjum
Slysavarnadeildin Iðunn, Ísafirði  

 
Gerast bakvörður