Hjartaáfall er ein algengasta dánarosökin í Evrópu. Einstaklingar geta lifað af hjartastopp ef nærstaddir bregðast strax við á réttan hátt. Því er grunnþekking á skyndihjálp nauðsynleg. Með grunnskyndihjálp er átt við að halda öndunarvegi opnum og viðhalda öndun og blóðflæði án þess að nota tækjabúnað, fyrir utan öndunargrímu.
Fyrstu viðbrögð:
-
Ef einstaklingurinn er meðvitundarlaus og sýnir engin viðbrögð hringdu þá strax í 112
-
Beittu síðan strax endurlífgun með því að hnoða og blása.
Skyndihjálp - Kynntu þér málið