Slysavarnafélagið Landsbjörg - Númi
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Númi

Árið 2000 gaf Slysavarnafélagið Landsbjörg út bókina Númi og höfuðin sjö eftir Sjón við teikningar Halldórs Baldurssonar. Bókinn fjallar um strákin Núma sem hefur sjö höfuð. Númi fer ekki alltaf varlega og missir því stundum höfuð þegar hann fer óvarlega. Allt fer þó vel að lokum og Númi lærir að nota höfuðið, þetta eina sem hann á eftir. Með bókinni fylgir geisladiskur með þekktum barnalögum á milli þess sem sagan er lesin.

Númi hefur fært út kvíarnar og er nú til námsefni byggt á sögunni, brúðuleikhús, borðspil og bingó.

Lært og leikið með Núma
Námsefni byggt á sögunni af Núma var gefið út árið 2005. Það er ætlað elstu börnum leikskóla og 1. bekk grunnskóla. Um er að ræða verkefnamöppu sem samanstendur af átta verkefnum sem fjalla um slysavarnir. Markmiðið með námsefninu er að vekja börnin til umhugsunar um nánasta umhverfi sitt svo þau átti sig á hættunum sem þar geta leynst. Til stendur að bæta tveimur verkefnum í viðbót í möppuna. Hægt er að nálgast námsefnið hér eða hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í síma 570-5900 eða á dagbjort@landsbjorg.is  
 
Kennsluefni fyrir leik- og grunnskóla.
 
Númi og konurnar þrjár er smálestarbók sem Slysavarnafélagið Landsbjörg  gaf út í samvinnu við námsgagnastofnun. Bókina er einungis hægt að kaupa hjá Námsgagnastofnun.

Númi á ferð og flugi
Slysavarnafélagið Landsbjörg og Brúðuleikhús Helgu Steffensen settu í sameiningu upp brúðuleiksýningu byggða á bókinni um Núma. Sýningin hefur verið sýnd í leikskólum og grunnskólum víða um land við góðar undirtektir. Hægt er að panta sýningu á netfanginu dagbjort@landsbjorg.is eða í síma 570-5900.

Númi og höfuðin sjö – borðspil
Haustið 2007 kom út borðspil með Núma. Spilið var gefið í alla leik- og grunnskóla og er ætlað sem stuðningur við námsefnið Lært og leikið með Núma.
 
Númabingó
Bingóið um Núma er einungs gefið út á netinu. Hver og einn getur prentað það út og spilað.Gerast bakvörður