Samkvæmt reglugerð nr. 942 um eftirlit með öryggi á leiksvæðum hafa heilbrigðisnefndir eftirlit með öryggi leiksvæða. Tíðni eftirlitsins fer eftir mati heilbrigðisnefnda. Slysavarnafélagið Landsbjörg og einingar þess hafa gert úttektir á leiksvæðum leikskóla, ýmist þar sem eftirlit er ekki títt eða fyrir leikskóla til samanburðar við úttektir heilbrigðistnefnda.
Leiksvæði lúta ströngum skilyrðum um öryggi og á það við bæði leiktæki sem og umhverfi þeirra. Sérstakar reglur eru um staðsetningu leiktækja, svæðið í kringum þau og undirlag. Nánar um reglur og öryggi á leikvöllum má finna á eftirfarandi stöðum:
Reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvalla og leiksvæða og eftirlit með þeim
Leiðbeiningar Umhverfisstofunar um hreinlæti, viðhald og frágang sandkassa
Um rekstrarskoðun á leiksvæðum
Öryggisvísir leiksvæða