Slysavarnafélagið Landsbjörg - Trampólín
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Trampólín

Hopp á trampólíni er frábær líkamsþjálfun, þjálfar jafnvægi og samhæfingu hreyfinga auk þess að styrkja vöðva og bæta geð. Mikilvægt er þó að hafa öll öryggismál í lagi til að koma í veg fyrir slysin sem eru alltof mörg og verða flest vegna rangrar notkunar trampólínsins.

Góðir punktar um trampólín:

 

 • Mjög mikilvægt er að fara eftir þeim leiðbeiningum sem fylgja trampólíninu þegar það er sett upp.
 • Autt svæði verður að vera undir trampólíninu og í a.m.k. 2,5 metra í kring.
 • Best er að staðsetja trampólínið á grasi, það minnkar líkur á slysum ef dottið er út fyrir trampólínið.
 • Festið trampólínið tryggilega niður, til dæmis með u-laga járni sem stungið er yfir fæturna og niður í jörðina.
 • Öryggisnet þarf að vera á trampólíninu, það minnkar líkur á að dottið sé út af því, en við það verða oft alvarleg slys.
 • Gormar eiga að vera heilir og jafnstífir, ef það er ekki, þá aukast líkur á að þeir sem nota trampólínið misstígi sig.
 • Fylgjast þarf með að rammi og undirstöður trampólínsins séu í lagi.
 • Dúkur verður að vera yfir gormunum.
 • Trampólín eru gefin upp fyrir ákveðna hámarksþyngd og á henni byggist stöðuleiki trampólínsins.
 • Umgengnisreglur verður að setja á trampólíninu og skiptir þar mestu að aðeins einn hoppi í einu.
 • Mikilvægt er að taka trampólínið inn yfir vetratímann. Þau taka á sig mikinn vind og fjúka auðveldlega.

 

Megið þið eiga ánægjulegar stundir við leik.
Gerast bakvörður