Slysavarnafélagið Landsbjörg - Slysavarnadeildir
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Slysavarnadeildir

Innan félagsins starfa slysavarnadeildir um land allt sem hafa það að meginmarkmiði að koma í veg fyrir slys og óhöpp í sínu sveitarfélagi í góðu samstarfi við björgunarsveitirnar. Það samstarf nær einnig til annarra verkefna, má þar m.a. nefna fjáraflanir, rekstur björgunarhúsa og fl. Slysavarnadeildir veita einnig margháttaðan stuðning vegna útkalla og aðgerða.


Öflugt fræðslu og útgáfustarf ásamt átaksverkefnum á landsvísu einkennir slysavarnastarf Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hér er oft um umfangsmikla málaflokka að ræða, svo sem öryggi í umferðinni og slysavarnir ferðamanna. Þá má einnig telja til slysavarnir á heimilum, slys á fólki á öllum aldri. Gerð námsefnis í slysavörnum fyrir leik og grunnskóla er veigamikill þáttur í starfi félagsins. Félagið rekur einnig Slysavarnaskóla sjómanna.Gerast bakvörður