Slysavarnafélagið Landsbjörg - Samstarf við Securitas um sölu á sjúkra- og eldvarnarbúnaði
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Samstarf við Securitas um sölu á sjúkra- og eldvarnarbúnaði

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Securitas hófu nýlega samstarf um sölu á sjúkra- og eldvarnarbúnaði og ætla þannig að ná enn betur sameiginlegu markmið sínu um að auka öryggi almennings, enda gengur starfsemi beggja félaga að miklu leiti út á slysavarnir. 

Slysavarnafélagið landsbjörg hefur til margra ára þjónustað atvinnulífið og almenning með sölu á vönduðum sjúkrakössum og séð um reglulega endurnýjun á innihaldi þeirra með það að leiðarljósi að tryggja að réttur búnaður sé til taks þegar slys ber að höndum.

„Það getur skipt sköpum að vera með réttan búnað við hendina þegar náttúruhamfarir eða slys verða. Eitt af markmiðum okkar er að auka öryggi almennings með forvörnum og þetta samstarf styður mjög vel við það, segir Róbert H. Hnífsdal verkefnastjóri sjúkravara.“

Securitas hefur yfir 40 ára reynslu af því að gæta öryggis almennings, hvort sem er með fyrirbyggjandi hætti eða fumlausum viðbrögðum allan sólahringinn. Þar með mikla þekkingu á brunavörum fyrir heimili, fyrirtæki og stofnanir.

 

Styðja í leiðinni við starf björgunarsveita

Samstarfið gengur út að Securitas hefur tekið til sölu sjúkrakassa í vefverslun sinni og sjúkrakassaþjónusta Slysavarnafélagsins Landsbjargar þjónustar viðskiptavini sína með slökkvitæki, eldvarnarteppi og reykjskynjara frá Securitas. Allur ágóði af sölu sjúkra- og öryggisvara rennur óskertur til starsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og nýtist því meðal annars í starfsemi fjölmargra björgunarsveita víða um land.

„Við hjá Securitas erum ánægð með samstarfið við Landsbjörg og vitum hversu mikilvægt starf þar er unnið. Markmið og vilji beggja félaga að bæta öryggi almennings og samstarf þetta mun enn frekar stuðla að því segir Erna Sigfúsdóttir, verkefnastjóri“

Það er ljóst fyrirbyggjandi aðgerðir, fræðsla og réttur öryggisbúnaður getur skipt sköpum í neyð og koma má í veg fyrir slys á fólki. Með samhentu átaki er stefnt að enn meiri árangri í þeim málum.

Til baka HringduGerast bakvörður