Slysavarnafélagið Landsbjörg - Peningagjöf frá Minningarsjóði Jennýjar Lilju
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Peningagjöf frá Minningarsjóði Jennýjar Lilju

Systkyni Jennýjar Lilju afhentu gjafabréfið í Magnúsarlundi

Í dag barst Slysavarnafélaginu Landsbjörg vegleg peningagjöf frá Minningarsjóði Jennýjar Lilju að upphæð 1.619.000 kr sem safnaðist þegar ættingjar og vinir Jennýjar hlupu í Reykjavíkurmaraþoninu í ár. Gjöfin er gefin í minningu Jennýjar Lilju Gunnarsdóttir sem lést af slysförum 24. október 2015 og rennur í nýstofnaðan sjóð í umsjón félagsins, með þann tilgang að veita meðlimum björgunarsveita á öllu landinu fjárhagslegan stuðning til að leita sér aðstoðar eftir erfið útköll.

Gjöfin var afhent í dag, laugardaginn 24. október, vegna aðstæðna í þjóðfélaginu fór afhendingin fram í gegnum veraldarvefinn. Foreldrar Jennýjar sögðu á vefsíðu Minningarsjóðsins "Í dag eru 5 ár síðan Jenný Lilja lést og því er það okkur dýrmætt að afhenda þennan styrk á þessum degi. Það er okkar ósk að þessi styrkur komi að góðum notum og hjálpi hetjunum sem eru ávallt tilbúnar fyrir okkur þegar á reynir"

Við, Slysavarnaféalgið Landsbjörg, erum þakklát fjölskyldunni fyrir að láta sig varða líðan sjálfboðaliða okkar.

Blessuð sé minning Jennýjar


Minningarsjóðu Jennýjar Lilju

Til baka HringduGerast bakvörður