Slysavarnafélagið Landsbjörg - Björgunarsveitir
 
Menu
logo
Vörukarfa
0
Opna körfu
Samtals 0 kr.

Björgunarsveitir

Íslendingar búa við margvísilegar ógnir og ófáir hafa týnt lífi af völdum sjóslysa, snjóflóða, jarðskjálfta, eldgosa og annarra náttúruhamfara. Björgunarsveitir Slysavarna-félagsins Landsbjargar hafa innan sinna raða þúsundir meðlima sem eru alltaf til taks. Fagmennska einkennir starf íslenskra björgunarsveita, en það hefur vakið eftirtekt víða um heim.

Björgunarsveitir félagsins hafa byggt upp þekkingu og reynslu til þess að geta brugðist skjótt við öllum þeim hættum sem að íslenskum byggðum steðja og ógnað geta sæfarendum og ferðafólki. Öflugur tækjakostur og markvisst þjálfunar- og fræðslustarf, ásamt skilvirku stjórnkerfi lands- og svæðisstjórna björgunarsveita tryggja skjót viðbrögð við vá og fagleg vinnubrögð á vettvangi.
Gerast bakvörður